21.6.2010

Mánudagur, 21. 06. 10.

Sláttur er almennt að hefjast hér í Fljótshlíðinni. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að sprettan sé meiri en ég hef kynnst henni áður. Að minnstaHestar - sláttur kosti er það svo í garðinum kringum húsið mitt. Sannreyndi ég það ídag, Hestar - slátturþegar ég hirti eftir sláttinn í gær. Ef gamli Fergussoninn minn hefði ekki farið í gang, hefði ég átt fullt í fangi með að koma heyinu frá mér í veðurblíðunni. Hér sjást hestar gæða sér á heyinu.

Í færslu hér sl. laugardag vakti ég athygli á rangfærslum í forsíðufrétt Fréttablaðsins, þegar sagt var frá viðtali við Össur Skarphéðinsson. Í dag birtist ritstjórnargrein í sama blaði, þar sem því er haldið fram, að ég hafi samið við Björgólf Guðmundsson um smíði tónlistarhússins, Hörpu. Þessi fullyrðing er fjarri sanni. Ég var ekki menntamálaráðherra, þegar sá samningur var gerður. Þegar beinum afskiptum mínum af tónlistarhúsinu lauk, hafði því verið valinn staður og útlínur markaðar.

Rangfærslur af þessu tagi á forsíðu og í leiðara Fréttablaðsins vekja spurningu um, hvort menn á þeim bæ séu svo hart keyrðir, að þeir hafi ekki tóm til að leita heimilda og verði því að skrifa eftir minni og þar með skálda, þegar ekki vill betur.