6.6.2010

Sunnudagur, 06. 06. 10.

ÖskuþvotturAð slá með rykgrímu er nýnæmi en ég greip til þess ráðs í dag. Við réðumst gegn öskunni í Fljótshlíðinni gær og hreinsuðum hið mesta  af húsveggjum, gluggum og stéttum eins sjá má á þessari mynd. Birti innan dyra, eftir að gluggar höfðu verið þvegnir og léÖskuþvotturttist á okkur brúnin. Útsýni er meira en á föstudag.

Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort spunaliðum Jóhönnu tekst að tala fjölmiðlamenn frá hinu rétta um afskipti hennar af launamálum Más Guðmundssonar. 

Fráleitt er, að nokkrum, sem þekkir til stjórnsýslunnar, detti í hug, að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins hafi gengið frá launamálum Más, án þess að hafa umboð Jóhönnu, forsætisráðherra, til þess.

Að sjálfsögðu ganga mál ekki þannig fyrir sig í stjórnarráðinu, síst af öllu hjá Jóhönnu, sem er haldin sérkennilegri tortryggni um, að farið sé að bakvið sig. Það er ekki stórmannlegt af henni, þegar í óefni er komið, að skella skuld á embættismenn, og láta eins og þeir starfi án ábyrgðar hennar. Miðað við allt tal Jóhönnu á þingi í áranna rás ætti hún að vera vel meðvituð um hvað til hennar friðar heyrir í þessu einstæða máli.

Að forsætisráðherra lands segi þjóðþingi ósatt um afskipti sín af launakjörum seðlabankastjóra, sem forsætisráðherrann ræður til starfa, leiðir alls staðar til stjórnskipulegs uppnáms.