29.4.2010

Fimmtudagur, 29. 04. 10.

Viðtökur við nýrri vefsíðu okkar Styrmis Gunnarssonar, www.evropuvaktin.is hafa verið góð, þótt ekki hafi verið efnt til neinnar kynningar á henni, enda erum við enn að fínpússa hana. Raunar er furðulegt, hve lítil markviss kynning er á málefnum Evrópusambandsins nú þegar aðildarferli Íslands er hafið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar.

Líklegt er, að aðildarsinnar og ríkisstjórnin finni, hve lítill hljómgrunnur er fyrir ESB-aðildinni. Í stað þess að ræða málið opinberlega hefur ríkisstjórnin valið þann kost að hafa hægt um sig í málinu útá við en gefa embættismönnum fyrirmæli um að vinna að framgangi þess á bak við luktar dyr.

Markmið okkar Styrmis er að opna umræðurnar og skýra frá því helsta, sem hljóti að hafa áhrif á hana.