13.3.2010

Laugardagur 13. 03. 10.

Veðrið var indælt í Skálholti, sól skein í heiði og margir lögðu leið sína á staðinn, enda sýnir könnun, að hann er þriðji mest sótti ferðamannastaður landsins.

Við qi gong fólk nutum hins vegar kyrrðardagsins  í þögn við æfingar og fræðslu. Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla, fræddi okkur um staðinn á milli þess við Gunnar Eyjólfsson miðluðum fróðleik um qi gong. Gunnar leiddi æfingar og séra Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur á Suðurlandi, sagði frá reynslu sinni af qi gong.