15.11.2009

Sunnudagur, 15. 11. 09.

Á ruv.is má lesa í dag:

„Efnahags- og skattanefnd skilar þrískiptri umsögn um Icesave reikninga til fjárlaganefndar í kvöld og á morgun. Ein umsögn kemur frá Samfylkingu, önnur frá Vinstri grænum og sú þriðja frá stjórnarandstöðunni.“

Hér er verið að lýsa væntalegri afgreiðslu alþingismanna á Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjárlaganefnd gefur að fenginni þessari umsögn efnahags- og skattanefndar þingheimi álit sitt á frumvarpinu, áður en gengið verður til atkvæða um það. Nú er sagt, að það verði að gerast fyrir mánaðamót, annars sé Bretum og Hollendingum að mæta.

Í pistli, sem ég setti hér á síðuna í dag, stikla ég á stóru um meðferð Icesave-málsins frá því að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. settist að völdum 1. febrúar 2009.

Á vefsíðuna heimir.is ritaði Jón G. Hauksson 13. nóvember pistil um hin ótrúlegu vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu og almennt. Hér má nálgast hugleiðingu Jóns.