30.8.2009

Sunnudagur, 30. 08. 09.

Í dag hitti ég Göran Lindblad, þingmann frá Svíþjóð og formann stjórnmálanefndar þings Evrópuráðsins. Hann er hér á landi til að flytja fyrirlestur í hádegi á morgun, 31. ágúst, í tilefni af útkomu bókarinnar Svartbók kommúnismans, glæpir, ofsóknir, kúgun  í þýðingu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála, frá því að hún kom út í Frakklandi 1997. Bókin er nauðsynleg öllum, sem vilja kynnast mestu hörmungum 20. aldarinnar af völdum stjórnmálastefnu við hlið nasismans.

Lindblað var framsögumaður á þingi Evrópuráðsins í janúar 2006, þegar samþykkt var ályktun um Need for international condemnation of crimes of totalitarian communist regimes þörfina fyrir alþjóðlega fordæmingu á glæpum alræðis-kommúnistastjórna. Kom í Lindblads hlut að leiða ályktunina til afgreiðslu á þinginu.

Lindlad hefur á sænska þinginu frá 1997 og er tannlæknir að mennt. Erindi sitt flytur hann í fundarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 12.00. Samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál (SVS) standa að fundinum með öðrum.

Ég ætla að ræða við Hannes Hólmstein um bókina í næsta þætti mínum á ÍNN, miðvikudaginn 2. september. Telst til verulegra tíðinda, að 828 blaðsíðna bók um stjórnmála- og heimssögu 20. aldar komi út hér á landi.