28.11.2008 23:56

Föstudagur, 28. 11. 08.

Lög um stjórn á streymi gjaldeyris voru samþykkt um kl. 05.00 í morgun á þingi.

Sáum Hart í bak eftir Jökul Jakobsson í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Gunnar vinur minn Eyjólfsson lék af snilld. Áhorfendur fögnuðu innilega.

Í dag flutti ég ræðu á aðalfundi Dómarafélags Íslands.

Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, kynnti í dag rúmlega 700 m. kr. sparnað hjá ríkisfélaginu, sem annars hefði siglt í fjárhagslegt þrot, þrátt fyrir öruggar tekjur, sem nú eru að breytast í nefskatt. 

Fréttir af fjárhagslegri stöðu annarra fjölmiðla vekja ugg um framtíð þeirra. Þeir virðast geta orðið gjaldþrota eins og önnur fyrirtæki við þessar ótrúlegu aðstæður, þótt slíkt hafi mörgum þótt óhugsandi.