10.6.2008 15:08

Þriðjudagur 10. 06. 08.

Skálholtskvartettinn æfði allan daginn bæði í Encinar og einnig í Palma með Javier Nunez semballeikara og Wojtek Aobolewsky, bassaleikara.

Ég reyndi að tengja tölvuna en átti í miklu basli, þótt stundum næði ég sambandi í gegnum þráðlaust net hótelsins. Virtist umferðarþunginn svo mikill, að ekki tókst að ná neinu niður á tölvuna.

Rétt fyrir kvöldverð hringdi hótelstjórinn og sagði óráðlegt að hreyfa sig af hótelinu, þar sem lýst hefði verið rauðu hættuástandi á eyjunni. Fellibylur væri í nágrenni Ibiza. Skömmu síðar hringdi hann aftur, hættuástandi hefði verið aflétt, bylurinn stefndi í norður fram hjá eyjunni.

Ég spurði hann síðar, hvort almannavarnir eyjunnar létu hótel vita af slíkri hættu. Hann sagði svo ekki vera, en hann ætti börn í skóla og þess vegna vissi hann um þetta.

Um nóttina var mikið þrumuveður.