26.4.2008 21:59

Laugardagur, 26. 04. 08.

Það var heldur vetrarlegt, þegar við skruppum frá Húsavík í Ásbyrgi í morgun.

Klukkan 14.00 flutti ég ræðu og sat fyrir svörum á málþingi yfirlögregluþjóna í hótelinu á Húsavík. Ræddi ég einkum tillögur í nýrri áfangaskýrsu, sem hefur að geyma úttekt á breytingunum á skipan lögreglumála 1. janúar 2007. Í máli fundarmanna kom fram eindreginn vilji til að halda áfram að stækka lögregluumdæmin.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sýndi mér þá vinsemd að leiða okkur um hið nýja og stórglæsilega menningarhús á Akureyri, áður en við héldum fljúgandi til Reykjavíkur kl. 18. 40.