6.1.2008 19:30

Sunnudagur, 06. 01. 08.

Það er ekki ráðlegt fyrir nokkurn mann að fara til Bandaríkjanna.“ Þetta stendur í leiðara Morgunblaðsins í dag. Ástæða er til að efast um, að nokkrum manni detti í hug, að fara af þessu ráði blaðsins – eigi hann á annað borð erindi til Bandaríkjanna.

Mörg bresk fyrirtæki hafa samið um símsvörun við þjónustufyrirtæki á Indlandi. Er talið, að 1,6 milljón Indverja sinni þessum störfum, flestir á þrítugs aldri. Indversk stjórnvöld skipuleggja nú áfallahjálp fyrir þetta fólk. Sífellt stærri hópur á um sárt að binda vegna þess hve dólgslega og dónalega er látið við þá, sem í símana svara.