18.12.2007 21:06

Þriðjudagur, 18. 12. 07.

Fjölmiðlamenn höfðu í dag áhuga á að kynnast sjónarmiðum varðandi gæslu þeirra, sem dæmdir hefur verið í farbann, en upplýst er, að fimm í slíku banni af 28 á árinu hafi yfirgefið landið ólöglega. Lögregla telur, að sig skorti úrræði til að framfylgja farbanni.

Ég benti á, að hinn 2. júlí 1999 hefði fallið dómur í hæstarétti, þar sem segir, að ákværuvaldið hafi úrræði til að framfylgja farbanni, þyki farbannsþola úrræðið of þungbært, geti hann leitað álits dómara á því. Það er með öðrum orðum ákæruvalds eða lögreglustjóra að setja farbannsþola skilyrði, sem miða að því, að unnt sé að framfylgja farbanninu. Lögreglustjórar eru því ekki úrræðalausir, en úrræðin ráðast af mati þeirra hverju sinni og dómari á síðasta orðið, ef kært er undan ákvörðun lögreglustjórans.

Öflugasta ráðið til að halda manni í landi er að hafa hann í gæsluvarðhaldi, en dómstólar fallast ekki alltaf á kröfu ákæruvaldsins um það. Þá kemur farbann undir eftirliti lögreglustjóra til sögunnar.