13.11.2007 22:29

Þriðjudagur 13. 11. 07.

Klukkan 11.00 var ég í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð, þar sem við Kristján Möller samgönguráðherra rituðum undir samning um endurnýjun á fjarskiptabúnaði Vaktstöðvar siglinga.

Eftir hádegi flutti ég ræður fyrir þremur frumvörpum á alþingi um breytingar á almennum hegningarlögum, það er um mansal, upptöku eigna, hryðjuverk og peningaþvætti, um almannavarnir og neyðarsvörun. Almennt var mikil samstaða um öll frumvörpin.

Anders Fogh Rasmussen situr áfram sem forsætisráðherra Danmerkur eftir kosningarnar í dag. Er það í fyrsta sinn sem Venstre-maður myndar ríkisstjórn þrisvar í röð. Danskir jafnaðarmenn fengu verstu útreið sögunnar í kosningunum. SF, flokkur til vinstri við jafnaðarmenn, var sigurvegari kosninganna með mesta fylgisaukningu.