29.10.2007 23:13

Mánudagur, 29. 10. 07.

Það rigndi mikið í Kaupmannahöfn í dag. Ég lét það ekki aftra mér frá því að hitta gamla vini, áður en ég hélt fyrirlestur um íslensk öryggismál í Dansk Islands Samfund (DIS) klukkan 19.30.

Fundinn átti að halda í íslenska sendiráðinu en vegna mikils áhuga þar á meðal frá Dansk Udenrigspolitisk Selskab var ákveðið að fllytja hann í stærri sal við hliðina á sendiráðinu, þar sem Færeyjar. Grænland og Ísland standa fyrir kynningu og menningarstarfi undir forystu Helgu Hjörvar.

Steen Lindholm, formaður DIS, setti fundinn en Klaus Otto Kappel, fyrrverandi sendiherra á Íslandi, stjórnaði honum. Á eftir mér talaði Peter Alexa, skrifstofustjóri í varnarmálaráðuneytinu, en hann kom í staðinn fyrir Sören Gade, varnarmálaráðherra, sem var á kosningaferðalagi. Margir spurðu að loknum framsöguræðum en Svavar Gestsson sendiherra mælti lokaorð.