20.10.2007 10:35

Laugardagur, 20. 10. 09.

Kirkjuþing var sett í Grensáskirkju klukkan 09.00 og flutti ég þar ávarp.

Fráleitt er að tala um þjóðkirkjuna á Íslandi sem ríkiskirkju eins og enn sést gert. Hér hefur hvert skrefið verið stigið eftir annað til að losa um stjórnsýsluleg tengsl ríkis og kirkju og eru þau nú orðin að engu. Þjóðkirkjan er hins vegar snar þáttur í íslensku þjóðlífi og menningu, sem hefur alla burði til að dafna á eigin forsendum.

Klukkan 17.00 var athöfn í Valhöll, þar sem málverk af Þorsteini Pálssyni, núverandi ritstjóra Fréttablaðsins, var afhjúpað í sal þeim, sem hýsir myndir fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn var formaður 1983 til 1991.