4.10.2007 20:52

Fimmtudagur, 04. 10. 07.

Er það hluti stjórnarhátta innan Orkuveitu Reykjavíkur, að stjórnarmenn í minnihluta eigi erfitt með að fá upplýsingar um, hvað er að gerast innan fyrirtækisins og finnst sér stillt upp við vegg við töku ákvarðana? Þannig var þetta þann stutta tíma, sem ég sat í stjórn fyrirtækisins. Ég taldi víst, að þetta mundi breytast með nýjum herrum. Þá töldum við einnig eðlilegt, að málefni OR væru rædd í borgarráði og borgarstjórn. Skyldi andstaða meirihluta stjórnar við það vera hin sama og hún var þá?