30.9.2007 20:49

Sunnudagur, 30. 09. 07.

Þótt Norðmenn hafi þá skipan, að ráðherrar sitji ekki á þingi, skil ég ekki, að framsóknarmenn ætli að gera þetta að baráttumáli, þegar þeir hefja stjórnarandstöðustörf á þingi eftir 12 ára stjórnarsetu.

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar jafnframt að bregða fæti fyrir breytingar á stjórnarráðinu.

Mér finnst ólíklegt, að baráttumál af þessum toga séu til þess fallin að auka fylgi Framsóknarflokksins.