10.8.2007 21:28

Föstudagur, 10. 08. 07.

Þorsteinn Pálsson tekur undir með mér í leiðara Fréttablaðsins í dag um að leiða eigi alla til ábyrgðar til að þurrka ómenningarbraginn af miðborg Reykjavíkur. Það vefst ekki fyrir honum að skilja dagbókarfærslu mína um þetta efni, þótt ýmsir á öðrum fjölmiðlum nái ekki upp í það, sem ég sagði.
 
Helge Sander, vísindamálaráðherra Danmerkur, segir ögrandi, að Rússar hafi sett niður flagg á hafsbotni við Norðurpólinn. Danir senda næsta sunnudag leiðangur af stað til pólsins til að safna gögnum til stuðnings sjónarmiðum danskra stjórnvalda í lögsögudeilunni á Norðurheimskautinu. Danir hafa ákveðið að verja 230 milljónum danskra króna til ársins 2010 til að fá úr því skorið, hvort landgrunnið við Norðurpólinn er tengt Grænlandi á þann hátt, að unnt sé að gera kröfur til yfirráða yfir auðlindum á svæðinu utan 200 mílna frá Grænlandsströnd
 
Þetta kort The National Geographic sýnir líklega breytingu á ís við Norðurpólinn.