12.7.2007 18:32

Fimmtudagur, 12. 07. 07.

Á nýlegu ferðalagi mínu fór ég um nokkra flugvelli og minnist þess ekki að hafa nokkurs staðar séð sérstök öryggishlið fyrir farþega á viðskiptafarrými. Í þessu efni á að gilda sama regla og í skattamálum, það er að fjárhagslegt svigrúm nýtist til að lækka skatta á öllum en ekki til að ívilna sumum. Þá er sú kenning góð, að sérreglur fyrir útvalda leiði frekar til mistaka en alúð við almennar reglur, sem gilda fyrir alla.

ps. Lesandi hefur bent mér á að á Schiphol-flugvelli við Amsterdam sé sérstakt öryggishlið fyrir vildarfarþega.