5.7.2007 19:12

Fimmtudagur, 05. 07. 07.

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir mig um vernd barna gegn nettælingu en það orð nota ég um enska orðið „grooming“, sem nær yfir hegðun í netheimum, sem ég lýsi nánar í greininni.

Í Fréttablaðinu í dag segir:

„Hollywood-raunsæi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra dreif sig í bíó á dögunum og sá myndina Die Hard 4.0 með Bruce Willis í aðalhlutverki. Ráðherrann var hæstánægður með myndina og segir á heimasíðu sinni: "Sögusviðið dregur athygli að hættum, sem steðja að hátæknivæddum þjóðfélögum okkar." Velta má fyrir sér hver viðbrögð Björns verða við stórmyndinni Transformers, sem sýnd verður síðar í mánuðinum, en þar segir frá átökum risavaxinna geimvélmenna hér á jörð. Leiða má líkur að því að slík atburðarás væri klárlega ekki minni ógn við hátæknivædd þjóðfélög okkar en ævintýri ofurlöggunnar John McClane.“

Þetta er spunakennd útlegging á því, að ég hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með Die Hard 04. Ég get upplýst, að ég hef ekki áhuga á kvikmyndum um geimvélmenni.