13.6.2007 20:05

Miðvikudagur, 13. 06. 07.

Flugum í morgun frá Lúxemborg til Parísar. Það rifjar upp gamlar og góðar minningar að fara um flugstöðina á Findel-flugvelli, en nú fer líklega hver að verða síðastur að nota hana, því að við hlið hennar hefur verið reist ný og mun reisulegri flugstöðvarbygging.

París höfðar alltaf jafn sterkt til mín og við fórum í dag á nýjar slóðir í 2. hverfi og heimsóttum staði, sem við höfum aldrei skoðað áður. Veðrið var milt og gott en undir kvöldmat skall á þrumuveður, eftir að það var gengið yfir skruppum við í kvöldheimsókn í Louvre-safnið, en það er opið tvö kvöld í viku. Þá er bæði færra fólk á ferðinni en á daginn og aðgangseyrir lægri, svo að um kostakjör er að ræða!