13.3.2007 19:22

Þriðjudagur, 13. 07. 0

Evrópunefnd efndi til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 14. 30 í dag og þar lögðum við fram skýrslu okkar. Nefndin er sammála um mörg mikilvæg atriði, sem eru til þess fallin að styrkja hagsmunagæslu okkar Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu. Skýrslan er birt í heild á vefsíðu forsætisráðuneytisins. Í lok hennar birtast viðhorf einstakra nefndarmanna til ESB-aðildar og í því efni erum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og vinstri/grænna sammála.

Samhugur nefndarmanna um skýrsluna er mikill og Hreinn Hrafnkelsson, starfsmaður nefndarinnar, hefur lagt ómetanlegt starf af mörkum fyrir nefndina og við gerð skýrslu hennar.

Enginn, sem fjallar um tengsl Íslands og Evrópusambandsins, getur gengið fram hjá þessari skýrslu og hún tekur af skarið um, að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn auk þess sem Schengen-samkomulagið sé mikilvægur þáttur í samstarfi okkar við ESB.

Í Íslandi í dag var rætt við mig um skýrslu Evrópunefndar.