10.1.2007 13:45

Miðvikudagur, 10. 01. 07.

Klukkan 19.30 efndi ég til kvöldverðar í Ráðherrabústaðnum til heiðurs Sören Gade, varnarmálaráðherra Dana, og fylgdarliði hans.

Í ræðu sem ég flutti í kvöldverðinum rifjaði ég upp fund okkar í Kaupmannahöfn í júní 2005 en þar hvatti ég til þess, að við gengum frá þessu samkomulagi með sameiginlegri undirskrift, þegar frá því yrði gengið og Sören Gade kæmi hingað af því tilefni.

Það er ekki fyrr en nú, að Sören Gade hefur tök á að koma til landsins, en aðstæður hafa breyst síðan við hittumst 2005, ekki síst vegna brottfarar varnarliðsins.