18.8.2006 19:44

Föstudagur, 18. 08. 06.

Flokksþing framsóknarmanna var sett með kveðjuræðu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi formanns. Halldór gagnrýndi það, sem hann kallaði ofurtrú einhverra sjálfstæðismanna á Bandaríkin og mátti skilja, að hún hefði jafnvel verið skaðleg fyrir þjóðina í öryggis- og varnarmálum. Þegar litið er til baka og hugað að því, hver barðist hvað harðast fyrir nánum tengslum við Bandaríkin var það enginn annar en Jónas Jónsson frá Hriflu, stofnandi Framsóknarflokksins. Hann boðaði utanríkisstefnu kennda við Leifslínuna til að árétta mikilvægi tengslanna við Bandaríkin, ekki síst í öryggismálum.