7.4.2006 18:10

Föstudagur, 07. 04. 06.

Flaug klukkan 14.00 norður á Akureyri, þar sem haldinn var flokksráðs-, formanna- og frambjóðendafundur sjálfstæðismanna og hófst hann klukkan 16.00 með ræðu Geirs H. Haarde, formanns flokksins. Hópurinn fór einnig í Háskólann á Akureyri, þar sem Þorsteinn Gunnarsson rektor kynnti starfsemi skólans, sem hefur stækkað ört hin síðari ár.

Þetta er í fyrsta sinn í 77 ára sögu flokksins, sem fundur af þessu tagi er haldinn utan Reykjavíkur og aðstaða í Brekksukóla eins og best verður á kosið til slíkra fundarhalda.