21.2.2006 21:14

Þriðjudagur, 21. 02. 06.

Hitti sendiherra Sviss og Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu og ræddi við þá um Schengen-málefni og EES.

Síðdegis var Schengen-ráðherrafundur og snerust umræður að mestu um, hve hátt gjald ætti að taka fyrir vegabréfsáritun, eftir að farið verður að gefa áritanir út með lífkennum og þar með auknum kostnaði.

Flaug frá  Brussel kl. 18.45 um London og hér var rétt skömmu eftir miðnætti.

Las í bresku blaði, að ákveðið hefði verið að loka sex hrafna við Tower í London inni af ótta við, að annars kynnu þeir að fá fuglaflensu, en í þau hundruð ára, sem þeir hafa verið turninum til verndar, hafa þeir aldrei fyrr verið lokaðir inni. Þess var getið, að tveir hrafnanna heiti Huginn og Muninn eins og hrafnar Óðins forðum daga.