13.1.2006 18:17

Föstudagur, 13. 01. 06.

Alls skrifuðu 32.044 einstaklingar undir áskorun, þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritstjórnarstefnu blaðsins og eigendur minntir á þeirra ábyrgð á útgáfunni. Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason sögðu af sér sem ritstjórar DV í morgun og fóru í þagnarbindindi að sögn fréttastofu hljóðvarps ríkisins. Þeir Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson voru ráðnir ritstjórar. Þeir ætla að fara að siðareglum Blaðamannafélags Íslands.

Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman í hádeginu og samþykkti meðal annars heimild til Sigurðar Kára Kristjánssonar til að flytja frumvarp til að bæta varnir á æru fólks og hækka skaðabætur til þeirra, sem verða fyrir árásum á æru sína. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, virðist andvíg því, að lögum sé breytt á þennan veg, betra sé að setja lög um innra starf fjölmiðla.

Hafi Gunnar Smári Egilsson yfirstjórnandi Baugsmiðlanna ákveðið að láta Illuga Jökulsson víkja úr ritstjórastóli DV fyrir Jónasi Kirstjánssyni til að styrkja DV í sessi, misheppnaðist sú aðgerð hrapallega. Spurning er hvort vörumerkið DV lifir af þessar hremmingar.