16.6.2005 16:10

Fimmtudagur, 16. 06. 05.

Tók um klukkan 14.30 við mótmælabréfi frá náttúruverndarsinnum, sem lýstu óánægju sinni yfir því, að einn úr hópi þeirra, Breti, hefði verið dæmdur í gæsluvarðhald fyrir að skvetta lituðu mjólkurefni yfir þátttakendur í álráðstefnu á hótel Nordica. Boðað hafið verið til mótmæla fyrir framan dóms- og kirkjumálaráðuneytið kl. 14.00 og var meðal annars sagt frá þeim í 08.00 fréttum hljóðvarps ríkisins þennan sama morgun. Mótmælendur voru sárafáir og afhenti Elísabet Jökulsdóttir mér skjal þeirra.