31.5.2005 6:56

Þriðjudagur, 31. 05. 05.

Hófum daginn í íslenska sendiráðinu klukkan 08.30, þar sem við hittum danska Evrópuþingmanninn Jens Peter Bonde, sem var lengi á móti ESB en hefur nú í nokkur ár barist gegn umbótum í þágu lýðræðis innan þess. Hann fagnaði sigri nei-liðsins í Frakklandi.

Klukkan 10.00 vorum við Berlyamont, höfuðstöðvum framkvæmdastjórnar ESB, og hittum Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunar ESB, en hann er finnskur.

Klukkan 11.15 vorum við í Centre for European Policy Studies, þar sem við hittum sérfræðinga í Evrópumálefnum og síðan flutti ég þar fyrirlestur og svaraði spurningum fundarmanna.

Klukkan 16.00 hittum við Claus Gruber, sendiherra Dana gagnvart ESB, og ræddi hann við okkur um reynslu sína, meðal annars af mótun sjávarútvegsstefnu ESB.