21.3.2005 21:48

Mánudagur, 21. 03. 05.

Sat þingflokksfundog þingfund, þar sem samþykkt var að Bobby Fischer yrði íslenskur ríkisborgari.

Flutti síðan framsöguræðu um frumvarp vegna breytinga á mannréttindasáttmála Evrópu, það er vegna mannréttindadómstólsins og gat þess, að hann sætti víða gagnrýni fyrir það, hve langt hann gengi í dómum sínum og inn á svið löggjafans. Minnti ég á ræðu, sem ég hafði flutt um þetta í september 2003 en nú heyrðust sömu sjónarmið Lene Espersen, danska dómsmálaráðherranum, og dönskum lagaprófessor.