25.2.2005 22:28

Föstudagur, 25. 02. 05.

Hélt klukkan 09.00 frá Brussel til Mons, þangað sem komið var rétt fyrir klukkan 10.00 en á slaginu 10.00 var þar hátíðleg athöfn, þegar ég hitti Sir John Reith hershöfðingja DSACEUR, það er annan æðsta stjórnanda SHAPE, herstjórn NATO í Evrópu. Lúðrasveit lék þjóðsöng okkar Íslendinga en vegna kuldans í lofti fór athöfnin fram innan dyra af tilliti til blásaranna. Eftir að ég hafði heilsað hermálafulltrúum aðildarríkja NATO var gengið til funda. Þeir stóðu fram yfir hádegisverð og var ég kominn að nýju til Brussel um klukkan 15.30.