23.11.2004 22:34

Þriðjudagur, 23. 11. 04.

Fór rétt fyrir 08.00 inn í Sundahöfn og hitti þar Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón sem fór með mig á brunasvæðið hjá Hringrás, þar sem slökkvilið hafði barist við gífurlegan eld í 2000 tonnum af hjólbörðum frá ´því klukkan fyrir 22.00 kvöldið áður en lögregla, björgunarsveitir, Rauði krossinn og Strætó höfðu flutt mörg hundruð manns um nóttina úr reykjarmekki, sem lagði frá eldinum yfir Kleppsveginn. Ég hitti Jón Viðar varaslökkviliðsstjóra og hans menn. Sannfærðist ég um, að mjög vel væri að verki staðið og allt boðunar- og viðbragðskerfi hefði virkað vel.

Í hádeginu hélt ritstjórn stjórnarráðssögunnar síðasta fund sinn en lokabindi verksins kom út 12. nóvember.