30.10.2004 21:41

Laugardagur, 30. 10. 04.

Tók klukkan 10.30 þátt í fundi í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð um hættu af gosi í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli og viðbrögð almannavarna vegna þess.

Flutti ávarp á samskonar fundi í félagsheimilinu Gunnarshólma í Landeyjum klukkan 14.30, en hélt að loknu ávarpinu til Reykjavíkur.

Las við heimkomuna sérkennilega grein í Lesbók Morgunblaðsins með einskonar samsæriskenningu um okkur, sem höfum dregið taum Hannesar Hólmsteins í deilunni um hina ágætu bók hans Halldór.