8.9.2004 0:00

Miðvikudagur, 08. 09. 04.

Var klukkan 14.00 í Fíladelfíu-kirkjunni við Laugaveg, þar sem samverur eldri borgara voru að hefjast að nýju eftir sumarhlé. Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins, leiddi samkomuna. Lesið var úr ritningunni, Lögreglukórinn söng og Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, einsöng, ég flutti ávarp og Valgerður Gísladóttir, sem stýrir starfi Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma, sleit samkomunni en að henni lokinni buðu hvítasunnukonur öllum í kaffi og kökur í safnaðarsalnum.