16.8.2004 0:00

Mánudagur, 16. 08. 04.

Áður en við héldum heim að nýju frá Hólum nutum við leiðsagnar Ragnheiðar Traustadóttur, sem stýrir fornleifarannsókninni á Hólum, um rannsóknarsvæðið bæði við Hólastað og við Kolkuós. Var það eftirminnileg fræðsluför, sem veitti okkur nýja sýn á margt er tengist hinni merku sögu Hóla.

Við ókum hinn nýja, góða veg um Þverárfjall og styttir hann leiðina umtalsvert milli Sauðárkróks og Blönduóss.