31.7.2004 0:00

Laugardagur, 31. 07. 04.

Klukkan 12.30 hélt ég af stað í Skálholt með feðginunum Kenneth og Helen East, en við Kenneth höfum þekkst síðan hann var sendiherra Breta hér á landi í síðasta þorskastríðinu,  þar til hann hætti 60 ára árið 1981. Hann var hér sendiherra, þegar stjórnmálasambandinu við Breta var slitið árið 1976 en kom síðan aftur. Ég tók einu sinni viðtal um það efni við hann fyrir sjónvarpið.

Klukkan 14.00 hlustaði ég á fyrirlestur Helgu Ingólfsdóttur, listræns stjórnanda sumartónleikanna í Skálhotli, þar sem hún fór yfir 30 ára sögu tónleikanna.

Klukkan 15.00 hlustuðum við á Bach-sveitina flytja ítalska tónlist í Skálholtskirkju.

Klukkan 16.00 hlustuðum við á Skálholtskvartettinn flytja þrjá kvartetta í kirkjunni.

Rut lék bæði í sveitinni og í kvartettinum.

Eftir kvöldverð í Skálholti héldum við áfram austur í Fljótsthlíð en um helgina ætla ég að sýna þessum ensku vinum mínum Suðurland, hvernig sem viðrar.