8.7.2004 0:00

Fimmtudagur, 08. 07. 04

Síðasti dagur Kínaferðarinnar hófst á því að við heimsóttum Haier-fyrirtækið og kynntumst starfsemi þess.

Klukkan 11.00 var fundur með embættismönnum dómsmálaráðuneytisins á staðnum og þeir kynntu starf sitt og viðfangsefni.

Eftir hádegisverð var farið í Taó-klaustur í Laoshan fjöllum, eins og það var orðað, en klaustrið var við ströndina fyrir norðan Qingdao um 40 mínútna akstur. Klaustrið er  inni í dalverpi við enda vegarins. Þar tók yfirmaður þess á móti okkur og fræddi okkur um inntak taóisma auk þess að sýna okkur klaustrið en elstu byggingar þar eru um 2000 ára gamlar og elsta tréð 2144 ára.

Síðan var snæddur kveðjukvöldverður í Qingdao með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins.