5.7.2004 0:00

Mánudagur, 05. 04. 07

Klukkan 08.30 héldum við af hótelinu og hófum klukkan 09.00 fund með Zhang Fusen, dómsmálaráðherra Kína, og samstarfsmönnum hans í kínverska dómsmálaráðuneytinu. Stóðu viðræður okkar í eina og hálfa klukkustund.

Síðan hittum við fulltrúa kínverska lögmannafélagsins.

Eftir hádegi var fundur í hæstarétti Kína með Jiang Xingchang, varaforseta réttarins.

Síðdegis hittum við síðan Zhou Yongkang, ríkisráðsfulltrúa, einn af æðstu mönnum Kína. Fundurinn var í hverfi stjórnmálaforingjanna, sem er lokað innan múra, skammt frá forboðnu borginni.

Deginum lauk með kvöldverði í boði Zhang dómsmálaráðherra. Hófst hann  klukkan 17.30 og var lokið um klukkustund síðar.