17.6.2004 0:00

Fimmtudagur, 17. 06. 04.

Fórum um klukkan 10.00 í alþingishúsið og þaðan í fylkingu út á Austurvöll, þar sem Davíð Oddsson flutti 14. þjóðhátíðarávarp sitt í þessari lotu sem forsætisráðherra.

Rut fór til Vestmannaeyja til að halda tónleika, áður en messan hófst en herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikaði þar.

Klukkan 14.00 sté ég í stólinn í þéttsetinni Þingvallakirkju í messu hjá séra Kristjáni Vali Ingólfssyni.