8.6.2004 0:00

Þriðjudagur 08. 06. 04

Ríkisstjórnin kom saman til fundar á venjulegum tíma klukkan 09.30. Var þetta fyrsti fundur hennar, eftir að Ólafur Ragnar hafði tilkynnt synjuna á fjölmiðlalögunum.  Lagt var á ráðin um að þing kæmi saman 5. júlí og atkvæðagreiðagreiðslan færi fram fyrsta eða annan sunnudag í ágúst. Jafnframt var ákveðið hvaða fjórir lögfræðingar ættu að sitja í nefnd, sem semdi tillögur að lagafrumvarpi um atkvæðagreiðsluna.

Um kvöldið fórum við Rut í Iðnó, þar sem Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, efndi til útgáfuteitis í tilefni af því, að hann var að gefa út hljómdisk með eigin píanóleik.