10.3.2004 0:00

Miðvikudagur, 10. 03. 04.

Svaraði tveimur fyrirspurnum á alþingi klukkan 13.30.

Klukkan 14.30 fór ég í höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar og fékk skýrslu um strand Baldvins Þorsteinssonar EA og aðgerðir skipinu til bjargar en þyrla gæslunnar bjargaði áhöfninni í land skammt fyrir austan Vík í Mýrdal.

Var klukkan 22.20 á Pressukvöldi í sjónvarpi ríkisins og svaraði spurningum Þórdísar Arnljótsdóttur og Arnar Páls Haukssonar og Kristjáns Guy Burgess um ýmis mál, þar á meðal forystumál Sjálfstæðisflokksins og ráðherraskipti 15. september. Vísaði ég umræðum um þau mál frá mér sem ótímabærum.