5.3.2004 0:00

Föstudagur, 05. 03. 04.

Var sæmdur stjörnu vikunnar af þættinum Ísland í bítið en daginn áður var tekið við mig viðtal af því tilefni, sem sýnt var í þættinum.

Að loknum ríkisstjórnarfundi fór ég til starfa í dómsmálaráðuneytinu, en þar var árlegur tiltektardagur, þar sem starfsmenn láta hendur standa fram úr ermum við hvers kyns tiltektir.

Klukkan 17.00 fór ég í þáttinn Nei, ráðherra! á Útvarpi Sögu og sat þar í klukkustund í viðræðum við þá Hinrik Má Ásgeirsson og Sigurð Hólm Gunnarsson um hugmyndafræði, varnarmál, refsingar og milliliðalaust lýðræði. Var skemmtilegt að ræða málin frá þessum sjónarhóli og voru spyrjendur vel undirbúnir.