13.8.2003 0:00

Miðvikudagur, 13. 08. 03.

Fyrir hádegi skoðuðum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrirtæki á Selfossi í miklu blíðskaparveðri, fórum fyrst í Mjólkurbú Flóamanna, þaðan tl Guðmundar Tyrfingssonar, þá í fyrirtækið BES, sem framleiðir efni í plastflöskur og loks til SGhúsa, þar sem menn sérhæfa sig í smíði flytjanlegra timburhúsa. Vorum við margs vísari, þegar við kvöddum Selfoss og héldum til einstaka veitingastaðar Hafið bláa við Ölfursárósa og fengum fiskisúpu auk þess að heilsa upp á Hannes, eiganda staðarins, sem var með sínu fólki að tína söl á rifi fyrir framan glugga veitingastaðarins.