20.2.2003 0:00

Fimmtudagur, 20. 02. 03.

Á borgarstjórnarfundi síðdegis var rætt um skuldasvar borgarstjóra og er  meginefni ræðu minnar hér á síðunni. Á fundinum komst Þórólfur Árnason í mótsögn við sjálfan sig, þegar hann svaraði spurningum Kjartans Magnússonar um afskipti sín eða afskiptaleysi af fargjaldahækkun Strætó bs.

Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu en í Fréttablaðinu er leitast við að gera hlut Þórólfs sem bestan á kostnað þeirra Kjartans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Er augljóst af Fréttablaðinu, að þar hafa stjórnendur ákveðið að rétta hlut Þórólfs eins og frekast er kostur, þegar hann lendir í klandri á borgarstjórnarfundum vegna vanhugsaðra yfirlýsinga.  Er óvenjulegt að sjá þannig staðið að málum í íslensu dagblað og minnir aðeins á viðleitni gömlu flokksblaðanna til að gera hlut síns manns sem bestan, þegar um augljós axarsköft var að ræða.