8.12.2002 0:00

Sunnudagur 8.12.02

Fór í Kastljós um kvöldið með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur undir stjórn Jóns Gunnars Grjetarssonar og ræddum við enn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Vakti athygli mína hve æst hún var í þættinum og hrópaði, að ég væri ósannindamaður. Hélt hún meira að segja áfram að skammast í mér eftir þáttinn, sem ég hef ekki kynnst áður eftir slíka þætti og hef þó tekið þátt í þeim mörgum.

Fór beint úr útsendingunni í Fríkirkjuna, þar sem ég hlustaði á Gunnar Eyjólfsson flytja aðventuræðu með miklum glæsibrag í anda qi-gong og Johns Mains.