22.11.2002 0:00

Föstudagur 22. nóvember

Prófkjör sjálfstæðismanna hófst klukkan 12.00 og stóð til klukkan 21.00 þennan föstudag.

Eftir hádegi var ég á kosningaskrifstofu minni en skrapp frá milli 16.00 og 17.00 til að taka þátt í umræðuþætti um fréttir vikunnar hjá Hallgrími Thorsteinssyni á útvarpi Sögu með þeim Eiríki Bergmann Einarssyni og Stefáni Hrafni Hagalín, sem ákvað að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn þennan dag og ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir Eiríkur Bergmann og Stefán Hrafn höfðu verið félagar innan Samfylkingarinnar og stofnuðu meðal annars vefsíðuna Kreml.is