3.8.2002 0:00

Laugardagur 3.8.2002

Ók úr Fljótshlíðinni í Skálholt og var þar klukkan 14.00 og hlustaði á Orra Vétsteinsson lýsa fornleifagrefrtinum. Sótti síðan tónleika Bach-sveitarinnar með Jaap Schröder í Skálholtskirkju klukkan 15.00 og 17.00 og drakk miðaldarkaffi á milli og snæddi síðan kvöldverð með tónlistarfólkinu áður en ég ók aftur í Fljótshlíðina, en Rut var áfram með Bach-sveitinni fram í næstu viku.