4.5.2002 0:00

Laugardagur 4.5.2002

Klukkan 10.00 héldu frambjóðendur D-listans í ferð, sem hófst á Kaffivagningum á Granda, síðan var farið í KR-heimilið og efnt til fundar með KR-ingum, þá var farið að JL-húsinu, síðan í hverfaskrifstofu flokksins við Hagamel, þá var farið í Kolaportið og gengið þaðan upp Laugaveginn að hverfaskrifstofu okkar þar í húsi nr. 70, þar semj Gospel-systur sungu undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, síðan fórum við í Perluna og heimsóttum Vestfirðinga, sem voru þar með kynningu, þá var haldið í Kringluna, síðan í hverfaskrifstofuna við Laugalæk og þaðan í skrifstofuna í Glæsibæ en þá sagði ég skilið við hópinn.