20.5.2000 0:00

Laugardagur 20.5.2000

Listahátíð í Reykjavík hófst í Þjóðleikhúsinu klukkan 13.30 og flutti ég þar setningarræðu. Söngvarar og leikarar fluttu skemmtilega dagskrá á vegum Tónskáldafélags Íslands, sem byggðist á íslenskum tónverkum í leikritum. Klukkan 16.00 opnaði ég sýninguna Nýr heimur - stafrænar sýnir í Listasafni Íslands, þar er mjög slæm aðstaða til að flytja ræður vegna þess að hátalakerfi er þannig háttað, að ekki næst nema til lítils hluta fólks og kliður yfirgnæfir í raun allt, sem menn reyna að segja. Klukkan 17.00 fórum við í Borgarleikhúsið og sáum Íslenska dansflokkinn flytja Auðun og ísbjörnin, dansverk fyrir börn eftir Nönnu Ólafsdóttur. Klukkan 20.00 var ljóðadagskrá í Þjóðmenningarhúsinu, þegar sýningin 1000 ljóð var opnuð þar.