16.1.1999 0:00

Laugardagur 16.1.1999

Klukkan 16.00 var ég í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem forstöðumaður sænsku kvikmyndastofnunarinnar gaf Kvikmyndasafni Íslands rausnarlega gjöf, 57 leiknar, langar sænskar kvikmyndir. Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins, mat verðmæti gjafarinnar á 10 til 15 milljónir króna. Klukkan 17.30 var ég í Gerðubergi og hlýddi á umræður á málþingi um Jón Leifs, þar sem þeir Alti Heimir Sveinsson tónskáld, Örn Magnússon píanóleikari, Sigurður A. Magnússon rithöfundur, Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður og Hjálmar H. Ragnarsson rektor og tónskáld sögðu álit sitt á Jóni Leifs undir stjórn Ævars Kjartanssonar dagskrárgerðarmanns. Var þetta hluti af tónlistarhátíðinni Myrkum músikdögum, sem Tónskáldafélag Íslands heldur um þessar mundir og sérstaklega er helguð Jóni Leifs, enda hefði hann orðið 100 ára 1. maí næstkomandi.