7.3.1998 0:00

Laugardagur 7.3.1998

Ók um morguninn með Ólafi Ragnarssyni, sveitarstjóra á Djúpavogi, til Fáskrúðsfjarðar, þar sem ég efndi klukkan 10.30 til fundar um hina nyju skólastefnu í hótelinu. Var hann vel sóttur og urðu góðar umræður. Um klukkan 13.00 héldum við Ólafur áfram leið okkar í fögru en köldu veðri til Egilsstaða, þar sem menntamálaráðuneytið hafði boðað til fyrsta almenna fundarins um nyju skólastefnuna klukkan 15.00. Var hann haldinn í hinu nýja hóteli við góðar aðstæður og var fundurinn vel sóttur. Fór ég heim með kvöldvélinni frá Egilsstöðum og lenti hún um kl. 21.00